Regnbogagulrætur

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið
Regnbogagulrætur eru litríkar og fallegar og hafa þar af leiðandi notið gríðarlega vinsælda. Algengustu litirnir eru fjólublár, gulur og rauður.

Það er nokkur bragðmunur á þeim eftir litum. Guli liturinn þykir nokkuð sætur á bragðið en þær fjólubláu og rauðu bera örlítið minni sætu.

Regnbogagulrætur skreyta diskinn með litum sínum og setja fallegan svip á salötin.

Geymsla

Gulrætur geymast almennt vel. Best er að geyma þær við 0-2°C og mikinn raka því þeim hættir mjög til að tapa vatni. Þær eiga ekki að standa í birtu því þá verða þær grænar og etýlen (etýlen er lofttegund sem myndast í grænmeti og ávöxtum) gerir þær beiskar á bragðið.
 
Við lengri geymslu er betra að geyma gulrætur lausar í plastfóðruðum kössum heldur en í litlum plaspokum. Við þær aðstæður er ekki eins mikil hætta á að raki þéttist utan á rótunum og valdi votrotnun.
 
Ef einungis á að geyma gulrætur í skamman tíma er ágætt að hafa þær í götuðum plastpokum, þeim sömu og þær eru seldar í. Fylgist vel með því að ekki verði rakaþétting innan í þeim og fjölgið götunum ef það gerist.

Notkun

Regnbogagulrætur má nota á mjög fjölbreytilegan hátt, bæði hráar eða soðnar og einnig má gera úr þeim gulrótarsafa.  Þær eru góðar með flestum köldum og heitum réttum. Henta einkar vel með fiski og fiskréttum og má nota í kökur, súpur og pottrétti, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að leggja þær í kryddlög, brúna í sykri og ofnsteikja, t.d með lambasteik.

Ef fjólubláu gulræturnar eru soðnar með hrísgrjónum þá verða þau bleik eftir suðu. Mörgum litlum einstaklingum gæti nú fundist þetta spennandi 🙂  

Einnig er tilvalið að rétta litlum fingrum gulrót að narta í og bjóða upp á mismunandi liti.

Má frysta gulrætur?

Já, ef þær hafa verið soðnar í 3-4 mínútur. Hins vegar er óþarft að mæla með því, íslenskar gulrætur eru fáanlegar allt árið á hagstæðu verði.

 

 

Innihald í 100 gVatn 89 g
Næringargildi í 100 g
Orka141 kj
33 kcal
Fita0,4 g
Þar af mettuð0,08 g
Kolvetni5,5 g
Þar af sykurtegundir4,7 g
Trefjar2,7 g
Prótein0,7 g
Salt0,03 g
NV*
A vítamín588 µg70%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Í gulrótum er mikið af litarefniu karóten og því stærri og litsterkari sem ræturnar eru, þeim mun meira karóten er í þeim. Karóten ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum, sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Auk þess er í gulrótum B- og C-vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór. Gulrætur eru góð uppspretta fyrir þessi næringarefni því þær eru ódýrar og hægt að hafa þær á borðum daglega allt árið.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur