Garðyrkjustöð Sigrúnar

Sigrún og Þröstur

Sigrún H. Pálsdóttir byrjaði árið 1985 að rækta rófur í útrækt og hugsaði það eingöngu sem sumarstarf fyrir sjálfa sig til að byrja með. Ræktunin vatt smá saman upp á sig og í dag ræktar Sigrún ásamt Þresti Jónssyni manni sínum, sex tegundir af káli í mismunandi útfærslum.

Sigrún og Þröstur framleiða um 200 tonn af grænmeti á ári og selja undir merkinu Garðyrkjustöð Sigrúnar. Þau leggja mikið upp úr gæðum og taka allt upp með höndum, hreinsa, flokka og kæla allt grænmetið áður en þau senda vöruna til Sölufélags garðyrkjumanna sem sér um dreifingu. Þau stunda fjölskyldubúskap við garðyrkjuna, fjölskyldan vinnur saman að ræktuninni en á álagstíma er ráðinn auka mannskapur.

Byrjað er að forrækta grænmetið í uppeldishúsum í apríl. Útplöntun hefst eftir miðjan maí. Í júlí er fyrsta uppskeran klár til upptöku sem fer það eftir veðri og hitastigi enda er útiræktun mjög háð því. Akríldúkur er breiddur yfir akrana svo plantan nái að þroskast. Yfir sumartímann er tekið upp blómkál, spergilkál og grænkál en uppskerutími hvítkálsins er mest á haustin og þarf að hafa hraðar hendur við að koma uppskerunni í hús fyrir veturinn. Kálið er allt geymt ferskt í kæli og fara reglulegar sendingar til neytenda.

Staðsetning: Flúðir
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur