Uppruni

SFG var stofnað árið 1940 og hefur félagið vaxið og þróast úr grasrótarafli garðyrkjufólks í öflugt bakland fyrir stórhuga garðyrkjubændur.

Fyrsta kynslóð grænmetisbænda plægði akurinn og undirbjó jarðveginn fyrir nýja tíma í framleiðslu matvæla á Íslandi. Í dag njótum við uppskerunnar í ríkulegu úrvali og gæðum.

Næsta kynslóð fylgdi í plógfarið og lagði grunn að öflugu kynningarstarfi sem hefur skilað sér í meðvituðum neytendum sem sjá sér hag í að velja innlenda framleiðslu.

Okkur er það kappsmál að neytendur sjái á augabragði uppruna grænmetis  sem við höfum í boði. Við myndum skýr tengsl milli bænda og neytenda með skýrum og góðum merkingum.

SFG vinnur markvisst að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja rekjanleika með umhverfisvænni umbúðum sem jafnframt draga úr matarsóun.