Rófusalat

Í nýjum búningi

Höfundur: Helga Mogensen

Innihaldslýsing:
  • 2 stórar rófur

  • 1 lúka smátt skornar döðlur

  • 1/2 búnt söxuð steinselja

  • 1 box bláber

Leiðbeiningar:

Rófurnar skrældar og skornar í bita og settar í matvinnsluvél með grófu rifjárni.

Bæta við einni lúku smátt skornum döðlum og hálfu búnti af smátt saxaðri steinselju.

Skreyta með einu boxi af bláberjum.

Dressing samanstendur af smá appelsínusafa, 1 msk ólífuolíu og einni msk agavesíróp sem fæst í heilsuvöruverslunum.

Smávegis af grófu salti.

Þeyta vel saman og setja yfir rófurnar.

Gott með fiskréttum og grilluðu kjöti.