Önnur starfsemi

Sölufélag garðyrkjumanna vinnur stöðugt að því að þróa leiðir til að koma íslensku grænmeti á matseðilinn.  Með tilbúnum lausnum sem spara tíma og peninga stuðlum við að fullnýtingu afurða frá íslenskum grænmetisbændum og tökum virkan þátt í baráttunni gegn matarsóun.

 

Matartíminn

Matartíminn er  í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem kemur æsku landsins á bragðið með íslensku grænmeti í máltíðum fyrir skólamötuneyti. Til að fullnýta uppskeruna býður Matartíminn einnig upp á tilbúnar lausnir og nýskorið ferskt grænmeti fyrir salatbari.

matartiminn.is

Í einum grænum

Í einum grænum er dótturfélag Sölufélags garðyrkjumanna sem býður upp á þjónustu við stóreldhús og mötuneyti ásamt því að pakka forsoðnu grænmeti sem neytendur hafa tekið fagnandi.

ieinumgraenum.is