Gulróta og rófusúpa

Með appelsínusafa

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
 • 500 g gulrætur
 • 500 g rófur
 • ½ ltr vatn
 • ¼ ltr appelsínusafi
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 1 msk grænmetiskraftur
 • 2-3 cm bútur af engifer, saxaður smátt
 • 1 tsk kummin (cumin) má sleppa
 • Nýmalaður pipar
 • Salt
 • Skvetta af tabasco-sósu
 • E.t.v. söxuð steinselja til skrauts
Leiðbeiningar:

Gulrætur og gulrófur flysjaðar, skornar í fremur litla bita, settar í pott og síðan er vatni, appelsínusafa, sítrónusafa, grænmetiskrafti, engifer, kummini, pipar og salti bætt út í, hitað að suðu og látið malla við hægan hita þar til gulræturnar og rófurnar eru alveg meyrar.

Látið kólna ögn og síðan er allt saman sett í matvinnsluvél eða blandara (e.t.v. í nokkrum skömmtum) og maukað vel.

Súpan sett aftur í pottinn og hituð.

Þynnt með dálitlu vatni ef hún er mjög þykk og síðan bragðbætt með tabascosósu, pipar og salti eftir þörfum (gott að nota mikinn pipar).

Steinselju e.t.v. stráð yfir.