Gæði

Íslenskt grænmeti kemur beint úr nærliggjandi sveit og ratar því ferskt í innkaupakörfur neytenda. Þetta vita íslenskir neytendur sem geta treyst því að næringargildið haldist óskert alla leið á matarborðið.

Íslendingar líta á það sem sjálfsögð lífsgæði að geta drukkið vatn beint úr krananum. En þessi gæði eru fjarri því að vera sjálfsögð. Þess vegna er gott að vita að allt þetta safaríka íslenska grænmeti er vökvað með sama tæra vatninu og við hvetjum börnin okkar til að drekka nóg af.

Mannkynið stendur frammi fyrir erfiðu verkefni þar sem vinna þarf gegn loftslagsbreytingum með öllum ráðum. Hér eru mikil lífsgæði í húfi og þar kemur sjálfbær þróun við ræktun á íslensku grænmeti sterk inn.

Íslenskt grænmeti stendur fyrir gæði. Gæði í næringu, bragðgæði, vatnsgæði og loks lífsgæðin sem við getum viðhaldið með sjálfbærni í ræktun og neysluvenjum.