Um fyrirtækið

Sölufélag garðyrkjumanna var stofnað 1940 og er alfarið í eigu garðyrkjubænda.  Fyrirtækið kemur á beinu sambandi milli bænda og neytenda. Bændurnir okkar fá að einbeita sér að því sem þeir gera best á meðan Sölufélagið tekur að sér dreifingu, pökkun, merkingu, flutning og kynningarstarf.

SFG hefur byggt upp skilvirkt kerfi sem heldur utan um gæðastjórn, kynningarstarf og dreifingu. Þetta öfluga markaðskerfi skilar 90% af heildsöluverði vörunnar til grænmetisbænda.

Sölufélagið tekur við uppskeru frá bændum og kemur henni ferskri og safaríkri til neytenda, ýmist gegnum öflugt dreifikerfi til verslana eða með þjónustu félagsins við stóreldhús, mötuneyti og salatbari. Með þessu móti hefur félagið skilað bændum betri nýtingu á afurðum og jafnframt lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn matarsóun.

Við erum stolt af árangrinum og höldum ótrauð áfram að gera gott betra, til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur.