Lífrænar gulrætur
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Þessar bragðgóðu ljúffengu gulrætur koma frá garðyrkjustöðinni Akur organic ræktaðar í Flögu í Þistilfirði á norðausturlandi.
Eigendur eru hjónin Brynja Reynisdóttir og Jóhannes Ingi Árnason á Hallgilsstöðum 2 og Ólína Ingibörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson á Brúarlandi 2.
Eins og gefur að skilja eru engin varnarefni notuð í ræktuninni og því allur arfi og illgresi handtínt og er farið í það tvisvar sinnum á sumri og því ljóst að baki því verki liggja mörg handtökin. Fullbúin vinnsla og kælir er á Þórhöfn þar sem gulræturnar eru þvegnar og pakkaðar jafnt og þétt inn á markaðinn.
Til gamans má geta að Ísfélag Vestmannaeyja framleiðir allan lífræna áburð fyrir Akur organic og því kolefnissporið í lágmarki enda ekki nema tæplega 20 km flutningsleiðin frá framleiðanda og á akrana.
Geymsla
Gulrætur geymast almennt vel. Best er að geyma þær við 0-2°C og mikinn raka því þeim hættir mjög til að tapa vatni. Þær eiga ekki að standa í birtu því þá verða þær grænar og etýlen (etýlen er lofttegund sem myndast í grænmeti og ávöxtum) gerir þær beiskar á bragðið.
Við lengri geymslu er betra að geyma gulrætur lausar í plastfóðruðum kössum heldur en í litlum plaspokum. Við þær aðstæður er ekki eins mikil hætta á að raki þéttist utan á rótunum og valdi votrotnun.
Ef einungis á að geyma gulrætur í skamman tíma er ágætt að hafa þær í götuðum plastpokum, þeim sömu og þær eru seldar í. Fylgist vel með því að ekki verði rakaþétting innan í þeim og fjölgið götunum ef það gerist.
Notkun
Gulrætur má nota á mjög fjölbreytilegan hátt, bæði hráar eða soðnar og einnig má gera úr þeim gulrótarsafa. Þær eru góðar með flestum köldum og heitum réttum. Henta einkar vel með fiski og fiskréttum og má nota í kökur, súpur og pottrétti, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að leggja þær í kryddlög, brúna í sykri og ofnsteikja, t.d með lambasteik. Einnig er tilvalið að rétta litlum fingrum gulrót að narta í.
Má frysta gulrætur?
Já, ef þær hafa verið soðnar í 3-4 mínútur. Hins vegar er óþarft að mæla með því, íslenskar gulrætur eru fáanlegar allt árið á hagstæðu verði.
Innihald í 100 g | Vatn 89 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 141 kj |
33 kcal | |
Fita | 0,4 g |
Þar af mettuð | 0,08 g |
Kolvetni | 5,5 g |
Þar af sykurtegundir | 4,7 g |
Trefjar | 2,7 g |
Prótein | 0,7 g |
Salt | 0,03 g |
NV* | ||
---|---|---|
A vítamín | 588 µg | 70% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Í gulrótum er mikið af litarefniu karóten og því stærri og litsterkari sem ræturnar eru, þeim mun meira karóten er í þeim. Karóten breytist yfir í A-vítamín í líkamanum, sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Auk þess er í gulrótum B- og C-vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór.
Bændur
Varmalækur
Flúðir
Sjá nánar
Dísukot
Þykkvibær
Brúnalaug
Eyjafjörður
Flúðasveppir
Flúðir
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.