Rófuklattar

Með eplamauki

Höfundur: Helga Mogensen

Innihaldslýsing:
  • Um 20 klattar koma úr þessari uppskrift

  • 3 stórar rófur skrældar og rifnar niður í matvinnsluvél

  • 1 msk sítrónusafa dreift yfir

  • ½ tsk gróft salt, smá grófur pipar

  • 2 tsk vínsteinslyftiduft.

  • Olía til að steikja klattana, t.d. kókósolía.

  • 2 stk smátt saxaður rauður laukur

Leiðbeiningar:

Blandið rófum og smátt söxuðum rauðlauk í skál.

80 g af hveiti, má vera spelthveiti, 3 stk létt þeytt egg sett saman við ásamt salt og pipar.

Gott er að krydda hveitið og blanda saman við rófurnar,  bætið við þeyttum eggjum.

Ef deigið er of þunnt þá að bæta smá meira hveiti saman við.

Steikja vel báðum megin og bera fram með sýrðum rjóma og eplamauki ásamt góðu tómata- og gúrkusalati með spínati.

Gott er að setja klattana í heitan ofn áður en þeir eru bornir fram með fersku salati, sýrðum rjóma og heitri eplasósu.