Partýpizzur

Flott í veisluna

Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
  • 1 pk naan brauð (má nota pizzubotn eða jafnvel smjördeig)
  • 2 stk tómatar
  • 40 g sólþurrkaðir tómatar
  • 2 msk furuhnetur
  • 50 g rjómaostur
  • 1 stk shallottulaukur
  • 1 rif hvítlaukur
  • Basilika
  • Salt og pipar
Leiðbeiningar:

Setjið tómatana (fersku og sólþurrkuðu), shallottulaukinn, hvítlaukinn og rjómaostinn í matvinnsluvél.

Bætið furuhnetunum út í og maukið létt.

Kryddið með salt og pipar. Stingið naan brauðið út í litla hringi og smyrjið pestóinu yfir.

Raðið svo tómatsneiðum og basilikulaufum til skiptis á pizzuna og kryddið með grófu sjávarsalti og svörtum pipar.

Að lokum hellið smá ólífuolíu yfir.