Tómatsúpa með hvítlauk

Kítlar bragðlaukana

Höfundur: Sigurveig Káradóttir

Innihaldslýsing:
  • 8 stk tómatar

  • 2 stk laukur

  • 1 rif hvítlaukur

  • 200 ml tómatsafi

  • 100 ml vatn

  • Salt og pipar

  • Sýrður rjómi

Leiðbeiningar:

Skerið tómatana, laukinn og hvítlaukinn niður og setjið í pott ásamt tómatsafanum og vatninu.

Sjóðið í ca. 20 mín og maukið með töfrasprota.

Kryddið með salt og pipar.

Setjið smá sýrðan rjóma út í súpuna þegar hún er komin í skálina.