Silfurtún

Olga og Eiríkur

Garðyrkja hófst í Silfurtúni á Flúðum á sjöunda áratugnum. Hjónin Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir keyptu Silfurtún árið 2002 og héldu áfram þeirri ræktun sem fyrir var meðal annars jarðarberjaræktuninni.

Silfurtún var lengi vel eina garðyrkjustöðin sem sendi íslensk jarðarber á markað. Garðyrkjustöðin Silfurtún hefur vaxið undanfarin ár og jarðarber eru nú ræktuð í rúmlega 5000 fermetra húsi og tómatar í um 800 fermetrum. Hluti gróðurhúsanna er undir lýsingu svo rækta megi jarðaber allt árið.

Ræktunin er vistvæn en býflugur sjá um að frjóvga jarðarberjablómin og lífrænum vörnum er beitt. Uppskerutíminn er frá maí og til októberloka. Berin eru tínd í neytendaöskjur og fara samdægurs í verslanir.  Íslensku jarðarberin eru einstaklega sæt og bragðgóð og þakka menn það íslenska vatninu sem notað er við ræktunina.

Jarðarber eru ekki eiginleg ber heldur blómbotn jarðarberjablómsins. Litlu örðurnar sem líta út eins og fræ eru hin eiginlegu aldin jarðarbersins. Þau geyma hvert um sig lítið fræ. Líkt og brómber og hindber eru jarðarber samsettur ávöxtur.

 

 

Staðsetning: Flúðir
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur