Brekka

Birkir

Birkir Ármannsson er kartöfluræktandi í Þykkvabænum. Hann keypti jörðina Brekku árið 1998 og hefur ræktað þar kartöflur síðan. Frá upphafi hefur Birkir verið í samfloti með foreldrum sínum við ræktunina og einnig bróður sínum frá árinu 2016. Saman hjálpast stórfjölskyldan að við kartöfluræktina og samnýtir tvær upptökuvélar og eina stóra afkastamikla niðursetningavél. Fjölskyldan uppsker sameginlega um 1000 tonn árlega.

Korn er ræktað til að hjálpa jarðveginum að halda frjósemi sinni og endar það yfirleitt sem fóður í nautgriparækt. Fyrir nokkrum misserum var sauðfjárbúskapur meðfram kartöfluræktinni en Birkir hefur nú að mestu hætt með fé enda miklir álagstímar að vori og hausti í hvoru tveggja og fór því ekki vel saman. Enn eru þó nokkrar kindur eftir sem og hestar en þeirra hlutverk er þó aðallega, að sögn Birkis, til að halda grasvextinum í skefjum.

 

 

Staðsetning: Þykkvibær
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur