Rauðkál fyrir jólin

Alltaf gott

Höfundur: Helga Mogensen

Innihaldslýsing:
 • 2 msk smjör eða 2 msk olía

 • 1/2 smátt saxaður laukur í sneiðar

 • 1/2 höfuð íslenskt rauðkál fínt rifið

 • 100 g af söxuðum döðlum

 • 100 ml vatn

 • ¼ bolli rautt edik

 • ¼ bolli balsamik edik

 • 1 epli rifið saman við rauðkálið

 • 1 msk sykur

 • 1 ¼ tsk salt

 • ½ tsk pipar

 • 1 anisstjarna

 • ¼ tsk kardimommuduft

 • ½ lárviðarlauf

Leiðbeiningar:

Þessi uppskrift er aðeins öðruvísi en þessi sem ég ólst upp við, en hún er skemmtilega bragðgóð og hreint dásamleg. Sæt af döðlunum,anis og kardimommu kryddunum.

Smjörið brætt og laukurinn létt mýktur , rauðkálið , rifið epli og döðlur sett saman við ásamt kryddum og vökva öllu leyft að malla í ca 20 min.

Hræra í annað veifið .

Taka frá lárviðarlaufið og anisstjörnuna.

Gott hvort heldur kalt eða heitt.