Gufuhlíð

Hildur og Helgi

Hjónin Helgi Jakobsson og Hildur Ósk Sigurðardóttir reka garðyrkjustöðina Gufuhlíð í Reykholti. Þar rækta þau gúrkur og framleiða um 1000 tonn á ári.

Gufuhlíð er fjölskyldufyrirtæki. Áður höfðu foreldrar Helga, Jakob Helgason og Birna Guðmundsdóttir, stundað garðyrkju á staðnum frá árinu 1965.  Helgi og Hildur komu inn í reksturinn árið 1997. Síðan þá hefur stöðin verið byggð upp og stækkuð með heilsársæktun sem þekur nú um 6000 fermetra lands.

Helga og Hildi Ósk er umhugað um gæði framleiðslunnar. Þau stefna á að auka bæði magn og gæði ræktunarinnar í Gufuhlíð. Frárennsli frá vökvunarvatni er endurnýtt svo að næringarefni sem notuð eru við ræktunina fara ekki út í náttúruna.

Ræktunin í Gufuhlíð er vistvæn, gúrkurnar eru ræktaðar í steinull og er lífrænum vörnum beitt á plönturnar. Gróðurhúsin eru hituð upp með jarðhita sem fenginn er frá hitaveitu Bláskógabyggðar.

Gúrkurnar í Gufuhlíð eru tíndar sjö daga vikunnar, þeim pakkað á staðnum og fara sendingar sex sinnum í viku frá garðyrkjustöðinni til neytenda.

 

Staðsetning: Reykholt
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur