Blómkál geymist langbest við 0-2°C og við réttar aðstæður getur það geymst í nokkuð langan tíma. Það má ekki vera þar sem sterkt ljós er né dragsúgur. Einnig verður að passa mjög vel að það standi ekki nálægt öðru grænmeti né ávöxtum því blómkál er mjög viðkvæmt fyrir etýlen (etýlen er lofttegund sem myndast í grænmeti og ávöxtum og framkallar oft beiskt bragð).
Nota má blómkál ósoðið í flesta salatrétti. Höfuðið má sjóða í heilu lagi eða brjóta það í „blómvendi“ áður en það er soðið. Vatnið á að sjóða áður en blómkálið er sett út í; lengd suðutímans er reyndar nokkuð háð smekk. Eigi að baka kálið í ofni ætti ekki að sjóða það lengur en í 10 mínútur. Ofnbakað blómkál með niðurskorinni papriku, skinku og ostasósu er ódýr aðalréttur sem fljótlegt er að útbúa og hentar við ýmis tækifæri. Blómkál er einnig gott í súpu, kássur og bakað eggjafrauð („suffle“).
Já, með góðum árangri. Kálið er hreinsað, skorið í „vendi“ og snöggsoðið fyrir frystingu. Einnig ætti að nota hrein, græn blöðin sem umlykja höfuðið en þau þarf líka að snöggsjóða fyrir frystingu. Fryst blómkáll hentar aðeins í soðna rétti eða ofnrétti. Ekki þarf að þíða blómkálið fyrir matreiðslu, takið það úr frystinum og setjið beint í sjóðandi vatn.
Borða má alla hluta blómkálsins.
Ætur hluti 95 %
|
|
Innihald í 100 g |
|
Vatn 92 g
|
|
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 2.0 g
|
refjar 2.6 g
|
Kolvetni 5 g
|
Fita 0.2 g
|
kj 126
|
kcal 30
|
Steinefni |
|
Járn 0.7 mg
|
Kalk 25 mg
|
Vítamín |
|
A Ret. ein 5 µg
|
B1 0.09 mg
|
B2 0.10 mg
|
Niacin 0.6 mg
|
C (askorbínsýra) 75 mg
|
Blómkál er ekki hitaeiningarríkt, en inniheldur mikið af vítamínum og steinefnum. Það er mettandi og trefjaríkt. Þegar blómkál er soðið á einnig að sjóða blöðin með; þau eru bragðgóð og auk þess rík af næringarefnum, meðal annars af járni og C-vítamíni.