Eins og áður er nefnt geymist grænkál fremur stutt, en þó á að vera hægt að geyma það í viku eða lengur. Geymið það í kæli þar sem hitinn er 0 - 5°C. Best er að geyma það í þeim pakkningum sem það er selt í, oftast plastpoka með loftgötum. Ef kálið er orðið slappt í kælinum þá er gott að skella því í kalt vatn í smá stund þá sýgur það í sig raka og verður stökkt á ný.
Grænkál hentar vel í allskyns fersk salöt og rétti. Hægt er að sjóða það, steikja á pönnu eða nota í stöppu. Einnig er það mjög gott í alls kyns þeytinga og pressaða safa. Smellið hér til að sjá hugmynd af góðum þeytingi.
Já. Blöðin eru skoluð, skorin niður og stilkarnir fjarlægðir. Síðan er kálið soðið í bullandi vatni í 3 mínútur, því pakkað inn og sett í frysti þegar það hefur kólnað. Við snöggsuðu og frystingu tapast eitthvað af næringarefnum og bragðgæðum, en þar sem grænkál er svo vítamínríkt í byrjun er næringargildi þess enn hátt eftir frystingu.
Alla
Ætur hluti 60 %
|
|
Innihald í 100 g |
|
Vatn 85 g
|
|
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 5,0 g
|
Trefjar 4,3 g
|
Kolvetni 7,3 g
|
Fita 0,6 g
|
kj 235
|
kcal 56
|
Steinefni |
|
Járn 2,3 mg
|
Kalk 200 mg
|
Vítamín |
|
A Ret. ein 850 µg
|
B1 0.15 mg
|
B2 0.29 mg
|
Niacin 2,8 mg
|
C (askorbínsýra) 150 mg
|
Grænkál er hitaeiningasnautt og góð uppspretta A-, B- og C-vítamína auk kalís, fosfórs og járns. Líkt og hjá öðrum káltegundum eru það grænu blöðin sem eru vítamínríkust þannig að í raun er grænkál betri vítamíngjafi en til dæmis hvítkál. Það er gömul trú að grænkál hafi fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma, sennilega vegna hins háa C-vítamíns- og steinefnainnihalds.