Kartöflu spínatbaka

Með rjómaosti og steinselju

Höfundur: Kristján Þór

Innihaldslýsing:
  • 900 g bökunarkartöflur, skrældar

  • 450 g ferskt spínat

  • 2 stk egg

  • 400 g rjómaostur

  • 1 msk Dijon sinnep

  • 50 g steinselja, kerfill

  • Salt og svartur pipar

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 180°C.

Notið kökuform, ca. 23 og setjið bökunarpappír í botninn.

Setjið kartöflurnar í pott, hyljið þær með vatni og sjóðið í ca. 20 mínútur. Sigtið og látið þær kólna aðeins áður en þær eru skornar þunnt niður.

Þvoið spínatið, setjið það á stóra pönnu og eldið það aðeins eða þar til það er farið að taka sig aðeins. Takið það þá af pönnunni,setjið í sigti, látið vatnið leka af spínatinu og kreistið það til að ná sem mestum vökva úr því.

Setjið spínatið og kryddjurtir í blandara og maukið, bætið við rjómaosti, sinnepi og eggjum og blandið saman.

Raðið kartöflusneiðunum í kökuformið í hringi og smyrjið því næst rjómaostinum yfir. Haldið áfram að gera þetta til skiptis þar til þetta er búið.

Setjið því næst álpappír yfir formið og setjið í ofninn.

Bakið þetta í sirka 40-50 mínútur og setjið á disk.