Grillaðir tómatar

Með gráðaosti og basil

Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
  • 4 stk tómatar
  • 1 pk gráðaostur
  • 1 stk shallottulaukur
  • 1 rif hvítlaukur
  • 1 bréf basil
  • Salt og pipar
  • Álpappír
Leiðbeiningar:

Skerið toppinn af tómötunum og takið kjarnann úr þeim.

Blandið kjarnanum við gráðaostinn, saxaðann shallottulaukinn og hvítlaukinn.

Rífið basilblöðin niður, bætið þeim út í og kryddið með salti og pipar.

Fyllið tómatana með fyllingunni og vefjið í álpappír.

Grillið eða ofnbakið í ca. 20 mín.