Hægeldaðir tómatar

Í krukku

Höfundur: Eyþór Már Halldórsson

Innihaldslýsing:
  • 6 konfekt tómatar á grein

  • 1 grein rósmarín

  • 1 stk chili

  • 3 hvítlauksgeirar

  • Ólífuolía

  • 1 stk lokanleg krukka

Leiðbeiningar:

Bakaðu hvítlauksgeirana í 20 mínútur á 140 °C í ofni.

Settu tómatana ofan í krukkuna ásamt chiliinu, hvítlauksgeirunum og rósmaríninu.

Fylltu upp með ólífuolíunni og lokaðu krukkunni.

Bakaðu í krukkunni í 3 tíma á 75°C .

Kældu.