Hindber GrŠnmetisdagatal - Hindber

Raspberries

Hindber

Garðyrkjustöðin Kvistar hóf ræktun á Hindberjum vorið 2009.  Hindberjaplöntuna þarf að rækta í eitt ár áður en hún fer að mynda blóm og ber.  Runninn er hávaxinn 2 - 3 m á hæð.  Binda þarf plöntuna upp og leggja blómgreinar á strengi.  Mikil vinna er við klippingu runnans allt sumarið. 

Notaðar eru býflugur til að frjóvga blómin og ýmis nytjadýr til að halda niðri meindýrum.

Tínsla berjanna er tímafrek hvert ber viktar 5 - 10 gr.  Í tínslu eru berin dregin af kjarnanum þess vegna eru þau hol að innan.  Fræin liggja í miðju bersins.  Berin eru  viðkvæm og tínd beint í neytendapakkningar.  Berjatínsla byrjar í maí tínt er daglega fram í september og jafnvel fram í október.

Garðyrkjustöðin Kvistar er í Reykholti, Biskupstungum, Bláskógabyggð.  100 km frá Reykjavík.  Keyrt er upp Grímsnesið áleiðis að Geysi, framhjá Reykholti ca. 300 m, þá komið að skilti við þjóðveginn sem vísar á garðyrkjustöðina.

Garðyrkjustöðin var stofnuð árið 2000 og voru þá eingöngu framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum.  Eigendur eru Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen.

Í dag er Hindberja- og Jarðarberjaræktun á Kvistum ásamt skógarplöntuframleiðslu.

Hindberjaræktun er í 1800 m2 og jarðarberjaræktun er 1000 m2 og skógarplöntuframleiðsla í 2000 m2.

Berjatínsla byrjar í maí tínt er daglega fram í september og jafnvel fram í október.

Ræktunin á Kvistum er vistvæn.  Gróðurhúsin eru hituð upp með jarðhita og lífrænar varnir eru notaðar gegn meindýrum.

Tínt er beint í öskjurnar þær viktaðar, merktar garðyrkjustöðinni og settar strax inn á kælir.

Lesa meira

Geymsla

Hindber geymast í allt að 8 daga í kælir en eru þó farin að "leka" eftir  5 - 6 daga.  Kjörhiti er 4 - 8 °C.  Auðvelt er að lausfrysta hindberin, þau geymast vel í frystir.

Notkun

Hindberin eru best fersk í salatið.  Útí vanilluskyrið.  Með kökunni, ísnum og rjómanum.  Berin eru góð í eftirréttasósur.  Í bökur og kökur.  Og ekki síst í bústið ýmist fersk eða frosin.  Eða bara ein og sér.  Nú ekki má gleyma að hindberin eru afargóð í sultu og saft.

Best er að borða þau ekki beint úr kæli, þau eru bragðsterkari ef þau eru ekki of köld.

Hindber eru eins holl eins og þau eru falleg.

Berin eru full af vítamínum og andoxunarefnum. 

Má frysta hindber ?

Já. Berin eru ýmist fryst þurr eða í sykurlegi; þíðið þau hægt eftir frystingu.
Ath! Mjög gott er að setja fryst hindber í hina ýmsu boost-drykki og grænmetisþeytinga.

Hvaða hluta er hægt að borða ?

Alla hluta.

Næringartafla

Ætur hluti 100 %
Innihald í 100 g
Vatn 85,9 g
Orkurík efnasambönd
Prótein 1,4 g
Trefjar 1.5 g
Kolvetni 11,3 g
Fita 1,4 g
kj 228
kcal 54
Steinefni
Járn 0.55 mg
Kalk 19,7 mg
Vítamín
A Ret. ein 42 µg
B1 0.03 mg
B2 0.05 mg
Niacin 0.750 mg
C (askorbínsýra) 24

Senda ß vin

Loka