Spergil- og blómkálsgratín

Með hvítkáli

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 800 g blómkál
  • 300 g spergilkál
  • 300 g hvítkál
  • Salt
  • 50 g smjör
  • 3 msk hveiti
  • 1 msk ferskt timian, saxað 
  • Hvítur pipar
  • 1 ostarúlla með beikon og paprikulöndu frá Ostahúsinu
Leiðbeiningar:

Ofninn hitaður í 180°C

Blómkál og spergilkál tekið sundur í stóra kvisti og stönglarnir skornir í sneiðar.

Hvítkálið skorið í ræmur eða bita. Saltvatn hitað í stórum potti og kálið soðið í 5-8 mínútur, eða þar til það er tæplega meyrt – best er að setja kálstönglasneiðarnar í pottinn fyrst og láta þær sjóða ögn lengur en hitt.

Á meðan er smjörið brætt í öðrum potti, hveitinu hrært saman við og síðan er mjólkinni hrært saman við smátt og smátt og sósan bökuð upp.

Kryddað með timían, pipar og salt og látið malla í nokkrar mínútur.

Vatninu hellt af kálinu og það sett í eldfast fat. Ostarúllan skorin í bita, sett út í sósuna og hrært þar til osturinn er bráðinn.

Sósan á að vera þykk en ef hún er of þykk má þynna hana ögn með mjólk. Hellt jafnt yfir kálið.

Sett í ofninn og bakað í 25-30 mínútur, eða þar til gratínið er gullinbrúnt.