Íslensk kjötsúpa

Eins og amma gerir

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Innihaldslýsing:
 • 3 L vatn

 • 2.5 kg súpukjöt á beini

 • 400 gr rófur

 • 400 gr kartöflur

 • 200 gr gulrætur

 • 40 gr hrísgrjón

 • 1 stk lítill laukur
 • 5 cm biti blaðlaukur
 • 5 msk súpujurtir
 • u.þ.b. 2 msk salt, eftir smekk
 • Svartur pipar eftir smekk

 

Leiðbeiningar:

Skolið kjötið og setjið með vatninu í pott, setjið yfir meðalhita.

Gætið að því að halda rétt við suðumark þegar suðan hefur komið upp.

Fleytið froðuna og hluta fitunnar sem kemur fyrsta korterið ofan af pottinum.

Skerið niður grænmetið eftir smekk.

Setjið svo allt saman í pottinn með kjötinu og sjóðið í u.þ.b. 40 mín. 

Smakkið til með salti og pipar.

Fleiri ljúffengar kjötsúpuuppskriftir er hægt að nálgast á vefsíðu islensktlambakjot.is