Toppkál

Geymsla
Besti geymsluhiti fyrir toppkals er 0-5°C. Toppkál getur geymst nokkuð lengi ef vel er passað upp á rétt hitastig og að kálið þorni ekki upp. Því þarf að pakka því vel inn.
Notkun
Toppkál er notað hrátt og smátt saxað í ýmiss konar salöt. Það hentar vel í súpur og grænmetisstöppu en einnig má borða það soðið eða smjörsteikt, einnig má nota það í fyllingar eða sjóða niður. Ef það er soðið, notið þá líka ystu blöðin þar sem þau eru næringarríkust. Sé kálið orðið slappt má gera það safaspennt á ný með því að leggja það í ísvatn í 30 mín.
Mjög gott er að skera það í fjórðunga, pensla með olíu og krydda eftir smekk. Baka í ofni þar til gyllt og karamelíserað. Líka er gott að grilla og hafa sem meðlæti með fiski og kjöti.
Toppkál má nota sem staðgengil fyrir hvítkál í flestum uppskriftum.
Má frysta hvítkál?
Hvaða hluta er hægt að borða?
Allir hlutar höfuðsins eru ætir nema neðsti hluti stöngulsins. Eigi að borða stöngulinn þarf að sjóða hann í u.þ.b. 20 mínútur. Eins og áður er nefnt er næringin aðalega fólgin í stönglinum og ystu blöðunum.

Innihald í 100 g | Vatn 92 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 117 kj |
28 kcal | |
Fita | 0,2 g |
Þar af mettuð | 0,04 g |
Kolvetni | 4,1 g |
Þar af sykurtegundir | 4,1 g |
Trefjar | 2,3 g |
Prótein | 1,3 g |
Salt | 0,01 g |
NV* | ||
---|---|---|
Fólínsýra | 55 µg | 28% |
C vítamín | 54 µg | 68% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum