Toppkál

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið
Toppkál er afbrigði af höfuðkáli og til eru bæði gerðir með hvít og rauð höfuð, þó algengast sé að rækta toppkál sem myndar hvít höfuð. Toppkál vex hraðar og er bragðmildara en aðrar gerðir höfðukáls en jafnframt er geymsluþol þess mun minna. 
Toppkál er upprunnið í Evrópu, sérstaklega mikið ræktað í Danmörku, Frakklandi og þýskalandi.
 
Ystu blöðin eru græn en verða ljósari innar í höfðinu. Sérstök lögun þess stafar af því að blöðin beygja sig ekki eins yfir vaxtarbroddinn og hjá öðru höfuðkáli. 
 
Toppkál er mildara á bragðið, léttara og auðmeltanlegra en hefðbundið hvítkál.
 

Geymsla

Besti geymsluhiti fyrir toppkals er 0-5°C.  Toppkál getur geymst nokkuð lengi ef vel er passað upp á rétt hitastig og að kálið þorni ekki upp. Því þarf að pakka því vel inn.

Notkun

Toppkál er notað hrátt og smátt saxað í ýmiss konar salöt. Það hentar vel í súpur og grænmetisstöppu en einnig má borða það soðið eða smjörsteikt, einnig má nota það í fyllingar eða sjóða niður. Ef það er soðið, notið þá líka ystu blöðin þar sem þau eru næringarríkust. Sé kálið orðið slappt má gera það safaspennt á ný með því að leggja það í ísvatn í 30 mín. 

Mjög gott er að skera það í fjórðunga, pensla með olíu og krydda eftir smekk. Baka í ofni þar til gyllt og karamelíserað. Líka er gott að grilla og hafa sem meðlæti með fiski og kjöti.

Toppkál má nota sem staðgengil fyrir hvítkál í flestum uppskriftum.

Má frysta hvítkál?

Ekki er venja að frysta toppkál, en þó má frysta það með góðum árangri. Kálið er hreinsað og stöngullinn fjarlægður. Skerið kálið síðan í granna strimla og setjið í sjóðandi vatn í 3 mínútur. Pakkið því í frystiumbúðir og setjið beint í frysti þegar það hefur kólnað. Athugið að kál missir eittthvað af næringargildi sínu við suðu og bragðgæðin minnka. Súrsað kál heldur betur bragðgæðum og næringargildi við frystingu.
 

Hvaða hluta er hægt að borða?

Allir hlutar höfuðsins eru ætir nema neðsti hluti stöngulsins. Eigi að borða stöngulinn þarf að sjóða hann í u.þ.b. 20 mínútur. Eins og áður er nefnt er næringin aðalega fólgin í stönglinum og ystu blöðunum.

Innihald í 100 g Vatn 92 g
Næringargildi í 100 g
Orka 117 kj
28 kcal
Fita 0,2 g
Þar af mettuð 0,04 g
Kolvetni 4,1 g
Þar af sykurtegundir 4,1 g
Trefjar 2,3 g
Prótein 1,3 g
Salt 0,01 g
NV*
Fólínsýra55 µg28%
C vítamín54 µg68%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Toppkál er hitaeiningasnautt en mikilvæg vítamína. Í stilkum og taugum blaðanna er mikið af trefjum. Eins og hjá öðrum káltegundum eru ystu blöðin næringarríkust og því grænni sem þau eru þeim mun meira innihalda þau af vítamínum og járni. Eitthvað dregur þó úr vítamíninnihaldi við suðu. Toppkál er ómissandi hluti í hollustu og fjölbreyttu fæði.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur