Kóralkál

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Kóralkál er af krossblómaætt og af sömu ætt og blómkál, spergilkál og hvítkál. 
Kóralkál er ekki bara hollt grænmeti það er líka mjög fallegt í lögun og með sínum ljósgrænu spíralmynstrum minnir það á listaverk úr náttúrunni. Íslenska nafnið er dregið af kóral í kóralrifi enda svipar lögun þess mikið til þess.

Kóralkál er mildara og sætara en blómkál á bragðið en líkist spergilkáli að einhverju leyti líka. Áferðin er mjúk en heldur formi sínu vel við eldun.
 
 

Geymsla

Kóralkál geymist allvel ef geymsluskilyrðin eru rétt. Besti geymsluhitinn er 0-2°C. Mikilvægt er að verja það  fyrir birtu og dragsúg. Kóralkáli  hættir við þornun þannig að gott er að vefja það plasti eða geyma það í þeim umbúðum sem því er pakkað í af framleiðanda.

Notkun

Gott soðið, gufusoðið, steikt eða bakað í ofni. Líka mjög gott að grilla það. Kóralkál er algengt í ítalskri matarger, t.d. með hvítlauk, ólífuolíu og parmesan.

Má frysta spergilkál ?

Já, kóralkál hentar vel til frystingar.  Gott er að skera það niður í bita og setja í sjóðandi vatn í 3 – 4 mínútur og snöggkæla svo  í köldu vatni áður en það eru fryst. 

Hvaða hluta er hægt að borða?

Borða má alla hluta 😉

Innihald í 100 g Vatn 89 g
Næringargildi í 100 g
Orka 176 kj
42 kcal
Fita 0,9 g
Þar af mettuð 0,2 g
Kolvetni 1,5 g
Þar af sykurtegundir 1,5 g
Trefjar 3,4 g
Prótein 5,3 g
Salt 0 g
NV*
Fólínsýra133 µg67%
C vítamín123 mg154%
Kalíum395 mg20%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Spergilkál er ríkt af vítamínum og steinefnum. Stór hluti næringargildisins er fólginn í stilknum og blöðunum, þannig að einnig á að neyta þeirra.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur