Kóralkál
Kóralkál er af krossblómaætt og af sömu ætt og blómkál, spergilkál og hvítkál.
Kóralkál er ekki bara hollt grænmeti það er líka mjög fallegt í lögun og með sínum ljósgrænu spíralmynstrum minnir það á listaverk úr náttúrunni. Íslenska nafnið er dregið af kóral í kóralrifi enda svipar lögun þess mikið til þess.
Geymsla
Kóralkál geymist allvel ef geymsluskilyrðin eru rétt. Besti geymsluhitinn er 0-2°C. Mikilvægt er að verja það fyrir birtu og dragsúg. Kóralkáli hættir við þornun þannig að gott er að vefja það plasti eða geyma það í þeim umbúðum sem því er pakkað í af framleiðanda.
Notkun
Gott soðið, gufusoðið, steikt eða bakað í ofni. Líka mjög gott að grilla það. Kóralkál er algengt í ítalskri matarger, t.d. með hvítlauk, ólífuolíu og parmesan.
Má frysta spergilkál ?
Já, kóralkál hentar vel til frystingar. Gott er að skera það niður í bita og setja í sjóðandi vatn í 3 – 4 mínútur og snöggkæla svo í köldu vatni áður en það eru fryst.
Hvaða hluta er hægt að borða?
Borða má alla hluta 😉
| Innihald í 100 g | Vatn 89 g |
|---|
| Næringargildi í 100 g | |
|---|---|
| Orka | 176 kj |
| 42 kcal | |
| Fita | 0,9 g |
| Þar af mettuð | 0,2 g |
| Kolvetni | 1,5 g |
| Þar af sykurtegundir | 1,5 g |
| Trefjar | 3,4 g |
| Prótein | 5,3 g |
| Salt | 0 g |
| NV* | ||
|---|---|---|
| Fólínsýra | 133 µg | 67% |
| C vítamín | 123 mg | 154% |
| Kalíum | 395 mg | 20% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Bændur
Hveravellir
Flúðasveppir
Ásinn