Blómkálsgratín

Með gráðostasósu

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 800 g blómkál
  • Salt
  • 250 ml matreiðslurjómi eða rjómi
  • 100 g gráðaostur
  • 75 g rjómaostur
  • 1/4 tsk timian,
  • Nýmalaður pipar
  • 2 egg
  • Nokkrir valhnetukjarnar
  • Smjör til að smyrja formið
Leiðbeiningar:

Ofninn hitaður í 200°C.

Blómkálið snyrt, skipt í kvisti og soðið í saltvatni í 3-4 mínútur.

Hellt í sigti og látið renna vel af því.

Rjóminn hitaður í potti, muldum gráðaosti og rjómaosti hrært saman við og hrært þar til osturinn er bráðinn.

Kryddað með timían, pipar og salt.

Eggin þeytt létt í skál, heitri gráðaostssósunni hrært saman við í mjórri bunu og hrært rösklega á meðan.

Blómkálinu dreift í vel smurt form, valhneturnar muldar yfir og síðan er sósunni hellt jafnt yfir allt saman.

Sett í ofninn og bakað í 15-20 mínútur, eða þar til fyllingin hefur stífnað og tekið góðan lit.