Kastaníusveppir

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið
Hvað er það svo sem í daglegu tali er kallað sveppur?
 
Til að skýra það er best að fara yfir lífsferil basíðusveppa. Sveppagró spíra og mynda sveppþræði. Sveppþræðirnir mynda svokallað þel (motta af sveppþráðum).  Við hagstæð skilyrði renna sveppþræðirnir saman og upp vex hattur sem í daglegu tali kallast sveppir sem síðar myndar gró sem falla til jarðar og spíra. Þar með lokast hringurinn. Hatturinn er myndaður af sveppþráðum.
 
Þelið vex um vaxtarefnið og tekur næringu úr því. Sveppþræðirnir gefa frá sér hvata sem brjóta niður lífrænt efni, sem tekið er upp í gegn um frumuveggina. Sveppir eru ófrumbjarga rotverur þ.e. þeir tillífa ekki en nýta lífræn efni s.s. fjölsykrur og eggjahvítuefni sér til lífsviðurværis.
 
Hreinlæti og eftirlit, ásamt nákvæmri stýringu á loftslagi í rotmassanum er skilyrði til að svepparæktun takist.

Hérlendis hefur svepparæktun nánast einskorðast við eina tegund sem gengur undir nafninu ætisveppur (Agaricus bisporus) en tveir stofnar eru algengastir, hvítir og brúnleitir.
Algengasta vaxtarefnið fyrir ætisvepp er hálmur (gras eða bygg) og húsdýraáburður.
Sveppirnir eru uppskornir þannig að maður snýr þá lausa svo að ekkert af fætinum verður eftir. Neðsti hluti leggsins er síðan skorinn af, því oftast fylgir smá mold með.
Algengast er að sveppirnir séu tíndir áður en himnan undir hattinum losnar frá. Þannig er auðveldara að flytja þá og geyma. Kæla þarf sveppina fljótt niður eftir pökkun.

Geymsla

Allir matarsveppir hafa takmarkað geymsluþol. Langbest er að geyma þá í myrkri við 2°C og mikinn raka. Í mikilli birtu þroskast sveppirnir hraðar og gæðin rýrna fljótt.

Notkun

Sveppi má steikja til að bera fram með ýmsum kjötréttum, einkum þó nautabuffi, svínalundum og svínakjöti. Allir matsveppir eru góðir í súpur og ýmsa pottrétti.  Niðurskornir, ferskir sveppir henta vel í salat og pítsur. Einnig er mjög gott að kryddleggja sveppi. 

Má frysta sveppi ?

Þar sem verð og framboð sveppa er tiltölulega jafnt allt árið er til lítils að frysta þá; helst er hægt að mæla með því að fólk frysti villta matsveppi sem það hefur sjálft tínt. Sveppir eru hreinsaðir og settir í pott án vatns og látnir malla þar til úr þeim er farið mestallt vatnið; þá eru þeir kældir og settir í frystipoka ásamt soðinu sem myndast við suðuna.

Hvaða hluta er hægt að borða ?

Fjarlægið allar jarðvegsleifar og skolið sveppina snöggt í köldu vatni. Eftir það má borða allt.

 

Innihald í 100 g Vatn 93 g
Næringargildi í 100 g
Orka 96 kj
22 kcal
Fita 0,3 g
Þar af mettuð 0,07 g
Kolvetni 1,9 g
Þar af sykurtegundir 0,4 g
Trefjar 1,7 g
Prótein 2,3 g
Salt 0,01 g
NV*
Níasín5,5 mg38%
Kalíum321 mg16%
Selen11 mg20%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Sveppir eru próteinríkari en flest annað grænmeti, auk þess eru þeir ríkir af B-vítamíni og steinefnum, járni, kalí og seleni.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur