Þórustaðir

Jón, Tinna, Helgi, Díana og Jón

Á Þórustöðum 2 í Eyjafirði hafa verið ræktaðar kartöflur í yfir 100 ár en í kringum 1950 hófst sala á kartöflum. Árið 1977 tók Helgi Örlygsson og eininkona hans við af föður hans og afa. Helgi hefur því ræktað kartöflur á Þórustöðum í rúmlega fjörutíu ár. Fyrst í félagi við Einar Jóhannsson en í seinni tíð með syni sínum, Jóni Helga, og æskuvini hans, Jóni Kristjánssyni. Eiginkonur þeirra, Díana Rós Þrastardóttir og Tinna Ösp Viðarsdóttir, taka virkan þátt í kartöfluræktinni. Jón Kristjánsson sér nú að mestu leyti um daglegan rekstur á búinu.

Á Þórustöðum eru ræktuð öll helstu yrki sem vinsæl eru á landinu, eins og Gullauga, Rauðar, Premier, Milva, Rósagull og Helga. Upp úr moldinni á Þórustöðum koma á bilinu 250-500 tonn árlega. Vinsælustu kartöflurnar frá Þórustöðum eru Gullauga og Rauðar íslenskar en margir kunna líka vel að meta yrkið Helgu sem er náskillt Gullauga og ræktuð í Noregi sem rautt Gullauga.

Helgi segir að ein af ástæðum þess hve gott er að rækta kartöflur á Þórustöðum sé góður jarðvegur og skiptirækt. Það þýðir að þegar búið er að rækta kartöflur í nokkur misseri í sömu spildu er annað yrki eins og bygg, hafrar eða gras ræktað þar áður en kartöflur eru ræktaðar þar aftur.

 

Staðsetning: Eyjafjörður
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur