Hvítkál
Hvítkál er náskylt öðrum káltegundum svo sem rauðkáli, blöðrukáli, rósakáli, blómkáli og spergilkáli ásamt mustarði, piparrót og karsa en næringargildi allra þessara tegunda er svipað. Eins og flestar káltegundir er hvítkál í raun stórt brum þar sem blöðin sitja á stuttum stöngli og legggjast hvort yfir annað og mynda höfuð.
Geymsla
Besti geymsluhiti fyrir hvítkál er 0-5°C. Hvítkál getur geymst nokkuð lengi ef vel er passað upp á rétt hitastig og að kálið þorni ekki upp. Því þarf að pakka því vel inn.
Notkun
Hvítkál er notað hrátt og smátt saxað í ýmiss konar salöt. Það hentar vel í súpur og grænmetisstöppu en einnig má borða það soðið eða smjörsteikt, einnig má nota það í fyllingar eða sjóða niður. Ef það er soðið, notið þá líka ystu blöðin þar sem þau eru næringarríkust. Sé kálið orðið slappt má gera það safaspennt á ný með því að leggja það í ísvatn í 30 mín. og leggja síðan beint í sjóðandi vatn. Víða erlendis er algengt að búa til súrkál úr hvítkáli með því að láta það gerjast við loftfirrtar aðstæður.
Má frysta hvítkál?
Hvaða hluta er hægt að borða?
Allir hlutar höfuðsins eru ætir nema neðsti hluti stöngulsins. Eigi að borða stöngulinn þarf að sjóða hann í u.þ.b. 20 mínútur. Eins og áður er nefnt er næringin aðalega fólgin í stönglinum og ystu blöðunum.Allt nema hýðið.
Innihald í 100 g | Vatn 92 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 117 kj |
28 kcal | |
Fita | 0,2 g |
Þar af mettuð | 0,04 g |
Kolvetni | 4,1 g |
Þar af sykurtegundir | 4,1 g |
Trefjar | 2,3 g |
Prótein | 1,3 g |
Salt | 0,01 g |
NV* | ||
---|---|---|
Fólínsýra | 55 µg | 28% |
C vítamín | 54 µg | 68% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum