Rótargrænmeti

Með hlynsírópi og sinnepi

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 500 g gulrætur
  • Salt
  • 500 g kartöflur
  • 75 g smjör
  • 4 msk hlynsíróp
  • 1-2 tsk sætt sinnep
Leiðbeiningar:

Gulræturnar flysjaðar eða skafnar, skornar í 1 cm þykkar sneiðar og soðnar í saltvatni þar til þær eru rétt meyrar.

Kartöflurnar soðnar í 20 mínútur. Líka tilvalið að nota forsoðnar kartöflur.

Látið renna af gulrótunum í sigti og þeim svo blandað saman við kartöflurnar.

Smjörið brætt á pönnu og kartöflur og gulrætur látnar krauma í því í 2-3 mínútur.

Hlynsírópi og sinnepi blandað saman, hellt jafnt yfir, hrært vel og látið krauma í nokkrar mínútur í viðbót.

Hrært oft á meðan.