Birkiflöt

María og Þórður

Árið 2015 tók María Daðadóttir við rekstri gróðrastöðvarinnar Birkiflatar í Laugarási. Þar ræktar hún ásamt manni sínum, Þórði Hjálmari húsasmíðameistara, tómata í 2700 fermetrum gróðurhúsa. Hann hleypur undir bagga þegar þörf krefur en sinnir annars alla jafna smíðastörfum. Dæturnar Herdís og Karen aðstoða einnig og taka til hendinni þegar mikið er að gera. Auk þeirra starfa á Birkiflöt á bilinu einn til fjórir starfsmenn.

Á Birkiflöt eru nú aðallega ræktaðir kirsuberjatómatar og eru allar tómatplönturnar ræktaðar frá fræi í sérstöku uppeldisgróðurhúsi á staðnum. Ræktunin er vistvæn og sjá býflugur um að frjóvga plönturnar. Eingöngu er notast við lífrænar varnir og halda góðar flugur plöntunum heilbrigðum og ágengum skordýrum í skefjum.

Tómatarnir eru ræktaðir árið um kring á Birkiflöt þar sem nægur jarðhiti er á svæðinu. Þegar sólarinnar nýtur við á sumrin eru plöntur í öllum 2700 fermetrunum en á veturna eru tómatarnir ræktaðir í 1500 fermetrum í upplýstum gróðurhúsum.

Staðsetning: Laugarás
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur