Hnúðkál
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Hnúðkál er sérstakt í útliti en topphluti stöngulsins myndar allstóran hnúð og standa blöðin upp af hnúðnum. Ræktunin tekur um 10 vikur frá sáningu og er sáð í gróðurhúsi og plantað síðan út í garða. Hnúðkál má geyma svipað og gulrófur við 0°C og 90 – 95% raka í allt að 7 mánuði.
Geymsla
Hnúðkál þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Hnúðkáli er ekki hætt við vatnstapi. Því er ekki nauðsynlegt að pakka því inn.
Notkun
Hnúðkálið er notað á svipaðan hátt og rófan. Það er einkar gott gufusoðið í smjöri, stappað og kryddað með múskati. Einnig er líka mjög gott að steikja það á pönnu.
Má frysta hnúðkál?
Já, afhýðið hnúðana og skerið þá í sneiðar eða teninga og snöggsjóðið í 2-3 mínútur.
Hvaða hluta er hægt að borða?
Allt nema hýðið.
Bændur
Önnupartur
Þykkvibær
Sjá nánar
Garðyrkjustöð Sigrúnar
Flúðir
Sjá nánar
Hveravellir
Hveravellir
Sjá nánar
Vesturholt II
Þykkvibær
Sjá nánar
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur