Hnúðkál
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Hnúðkál er sérstakt í útliti en topphluti stöngulsins myndar allstóran hnúð og standa blöðin upp af hnúðnum. Ræktunin tekur um 10 vikur frá sáningu og er sáð í gróðurhúsi og plantað síðan út í garða. Hnúðkál má geyma svipað og gulrófur við 0°C og 90 – 95% raka í allt að 7 mánuði.
Geymsla
Hnúðkál þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Hnúðkáli er ekki hætt við vatnstapi. Því er ekki nauðsynlegt að pakka því inn.
Notkun
Hnúðkálið er notað á svipaðan hátt og rófan. Það er einkar gott gufusoðið í smjöri, stappað og kryddað með múskati. Einnig er líka mjög gott að steikja það á pönnu.
Má frysta hnúðkál?
Já, afhýðið hnúðana og skerið þá í sneiðar eða teninga og snöggsjóðið í 2-3 mínútur.
Hvaða hluta er hægt að borða?
Allt nema hýðið.
Bændur
Brúnalaug
Eyjafjörður
Sjá nánar
Kinn
Hveragerði
Vesturholt
Þykkvibær
Reykjabakki
Flúðir
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.