Heiðmörk

Inga og Óli

Hjónin Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir fluttu árið 2021 ásamt börnunum sínum tveimur, úr Grafarvogi í Laugarás í Bláskógabyggð eftir að hafa fest kaup á garðyrkjustöðinni Heiðmörk. Saman rækta þau eldpipar, sætar paprikur, snakk paprikur, steinselju og fjallasteinselju.

Steinseljan og snakk paprikurnar eru sennilega þekktustu vörur garðyrkjustöðvarinnar. Auk snakk paprikunnar eru einnig margar gerðir ef eldpipar ræktaðir í stöðinni.

Allt sem vex í gróðurhúsunum á Heiðmörk er ræktað frá fræi og öllu grænmetinu er pakkað í neytendaumbúðir á staðnum. Gróðurhúsin á Heiðmörk eru 2500 fermetrar að stærð og er heilsárslýsing í þeim öllum.

Óli er menntaður Garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskólanum en á einnig að baki feril sem kvikmyndagerðarmaður. Áhugi hans á garðyrkju kviknaði eftir útvarpsviðtal þar sem meðal annars kom fram hvað væri hægt að rækta fjölbreyttar og framandi plöntur í gróðurhúsum á okkar kalda landi, allt frá tómötum og gúrkum yfir í kaffiplöntur og bananatré. Inga kynntist garðyrkju fyrst í gegnum Óla, en hún vann lengst af í tísku og fatabransanum í Reykjavík og London.

Sjá einnig upplýsingar um Snakk paprikur og Eldpipar

Staðsetning: Laugarás
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur