Karrý paprikubitar

Góðir í pastaréttinn

Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
  • 2 stk paprika

  • 1/2 tsk rifið engifer

  • 2 msk karrýduft

  • 1/2 tsk madras karrýduft

  • 1 stk hvítlauksrif (fínt saxað)

  • Olía til steikingar

  • Salt og cayennapipar

Leiðbeiningar:

Skerið paprikuna í bita.

Hitið olíu á pönnu og létt brúnið smátt saxað engiferið, karrýið og saxaðann hvítlaukinn.

Bætið paprikunni út á og eldið í 1 mín.

Smakkið til með cayennapipar og salti.