Waldorfsalat
Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

1 dós sýrður rjómi (18%)
100 ml rjómi, þeyttur
3 msk majónes (má sleppa)
1 tsk hunang (eða sykur eftir smekk)
Hvítur pipar
Salt
1/2 kínakálhaus, lítill
2 epli
150 g blá og/eða græn vínber, helst steinlaus
75 g valhnetukjarnar
e.t.v. nokkur blöð af Grand- eða Heiðmerkursalat
Íslensk steinselja til skreytingar
Sýrður rjómi, þeyttur rjómi, majónes og hunang sett í skál, hrært vel saman og kryddað með pipar og salt.
Kínakálið skorið í mjóar ræmur.
Eplin afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita.
Vínberin skorin í tvennt og hneturnar grófmuldar (nokkrir valhnetukjarnar og nokkur vínber tekin frá til að skreyta með).
Kínakáli, eplum, valhnetum og vínberjum blandað saman við sýrða rjómann.
Sett í fallega skál, sem e.t.v. er búið að klæða innan með blöðum af salati og skreytt með vínberjum, hnetukjörnum og e.t.v. steinselju.