Norður-Hvoll

Birna og Einar

Á Norður-Hvoli í nágrenni Víkur í Mýrdal rækta hjónin Einar Magnússon og Birna Viðarsdóttir rófur. Birna ólst upp í sveitinni, á bænum Suður-Hvammi, við blandaðan búskap þar sem haldnar voru bæði kýr og kindur. Afi Einars bjó á Norður-Hvoli og var Einar þar öll sumur sem barn og unglingur. Um miðjan níunda áratuginn kaupa þau hjónin svo Norður-Hvol. Þar hugðust þau fyrst stofna kúabú en þótti á þeim tíma ekki ráðlegt vegna offramleiðslu mjólkur.  Þá byrjuðu þau að rækta rófur og tóku upp fyrstu uppskeru haustið 1984 og hafa ræktað þar rófur síðan. Á tímabili voru þau líka með kálfaeldi en núna er bæði kinda- og hrossarækt á búinu.

Nægt landrými fylgir Norður-Hvoli eða um 400 hektarar. Rófurnar sem eru af norska yrkinu Vige eru ræktaðar í görðum sem notaðir eru í tvö ár áður en þeim er breytt í tún. Ekkert eitur er notað við rófuræktunin heldur er margnota netdúkar breiddir yfir kálið til að halda kálflugu og annari óværu frá.
Ein af ástæðunum fyrir því að Birna og Einar notast við norska yrkið er sú að kálið af því er sterkara en af öðru yrki. Þann styrk nýta þau þegar kemur að upptöku því upptökuvélin sem þau notast við kippir rófunnni upp á kálinu sem fer sérlega vel með hana. Rófan er svo sett í kalda og dimma geymslu þar til kallað er eftir henni á markað. Þá er hún þvegin og send af stað til neytenda.

 

 

Staðsetning: Vík
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur