Garðagull

Lilja og Guðni

Hjónin Guðni Þór Guðjónsson og Lilja Guðnadóttir rækta kartöflur undir merkjum Garðagulls. Kartöflurnar rækta þau frá bænum Hrauk í Þykkvabænum. Lilja kemur úr Skaftafellssýslunum þar sem hún ólst upp við blandaðan búskap þar sem bæði voru haldnar kýr og kindur og Guðni frá Háarima í Þykkvabæ.

Lilja og Guðni komu inn í reksturinn með foreldrum Guðna rétt upp úr aldamótunum síðustu og voru í samfloti með þeim næstu 10 árin.  Þau hjónin standa aðallega tvö í ræktuninni en fá aðstoð við niðursetningu og svo þegar þarf að uppskera. Þá starfa, þegar mest lætur, um átta manns sem keyra tvær upptökuvélar. Kartöflurnar eru geymdar við góðar aðstæður þangað til kallað er eftir þeim á neytendamarkað. Þá eru þær þvegnar í sérútbúinni kartöfluþvottavél, þær flokkaðar og sendar í verslanir.

 

 

Staðsetning: Þykkvibær
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur