Meðal afbrigða er Sunstream sem líkist papriku í lögun, mjög sætur á bragðið og hver klasi er með 12 aldin sem eru 20 - 25 g að þyngd. Ræktun þeirra er mjög svipuð og ræktun tómata en næturhiti er hafður mun lægri til að blómklasarnir verði stærri og tómatarnir fleirri. Lágur næturhiti stuðlar einnig að sætari aldinum. Ræktun þeirra er nú allt árið um kring
Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli. Besti geymsluhiti tómata er 10-12°C. Tómatar sem verða fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir, því er ekki gott að geyma þá í ísskápnum. Ekki er gott að láta tómata liggja nálægt blaðmeti (salati), gúrkum og öðrum afurðum. Mjög gott er að geyma tómata á eldhúsborðinu því þá getur heimilisfólkið nartað í einn og einn tómat. Krakkar borða grænmeti líka miklu frekar ef það er haft fyrir framan þau.
Já, en hafa verður í huga að eftir frystingu er einungis gott að nota þá í soðna rétti á sama hátt og niðursoðna tómata.
Allur tómaturinn er ætur nema bikarblöðin sem er ávallt búið að taka af íslenskum tómötum áður en þeir koma í verslanir.
Ætur hluti 100 %
|
|
Innihald í 100 g |
|
Vatn 94 g
|
|
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 0.9 g
|
Trefjar 1.5 g
|
Kolvetni 4.3 g
|
Fita 0.2 g
|
kj 97
|
kcal 23
|
Steinefni |
|
Járn 0.6 mg
|
Kalk 15 mg
|
Vítamín |
|
A Ret. ein 100 µg
|
B1 0.04 mg
|
Niacin 0.7 mg |
Niacin 0.2 mg
|
C (askorbínsýra) 20
|
Tómatar eru vítamínríkir, einkum er mikið af A- og C-vítamíni í þeim, en auk þess eru þeir ríkir af steinefnum og ávaxtasýru. Í þeim eru fáar hitaeiningar sem gerir þá upplagða sem megrunarfæði.