Paprika er af náttskuggaætt . Af öðrum nytjaplöntum úr sömu ætt má t.d. nefna kartöflur, tómat og eggaldin.
Aldinið er uppskorið þegar það hefur tekið endanlegan lit en ef uppskorið er grænt verður aldinið að vera fullþroskað, stint og vel grænt. Það tekur aldinið um 8 vikur að verða fullþroskað og 3 vikur frá því að það er tínsluhæft grænt þar til það er orðið fullþroskað og komið með endanlegann lit.
Geymsluþol papriku er nokkuð mismunandi, grænar paprikur geymast betur. Besti geymsluhiti fyrir pakrikur er 10-15°C. Ef paprika er geymd í of miklum kulda þá linast hún fyrr.
Paprikan er skoluð og stilkurinn, himnur og fræ fjarlægt (himnur og fræ eru nokkur bragðsterk). Síðan má skera hana í hringi og hafa sem álegg ofan á brauð, á ostabakkann eða salat. Einnig má hreinsa innan úr aldinunum, fylla þau með kjöthakki eða öðru góðgæti. Mjög gott er að grilla papriku á útigrilli. Mikið af uppskriftum innihalda papriku.
Allt er ætt nema stilkurinn, himnurnar og fræin, það er fjarlægt fyrir notkun.
Ætur hluti 85 %
|
|
Innihald í 100 g |
|
Vatn 91 g
|
|
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 1.3 g
|
Trefjar 0.9 g
|
Kolvetni 6.6 g
|
Fita 0.5 g
|
kj 151
|
kcal 36
|
Steinefni |
|
Járn 0.5 mg
|
Kalk 10 mg
|
Vítamín |
|
A Ret. ein 299 µg
|
B1 - mg
|
B2 0.03 mg
|
Niacin 0.7 mg
|
C (askorbínsýra) 145 mg
|
Næringargildin hér að ofan eiga við rauðar paprikur. Örlítill munur er á milli lita en við völdum að gefa upp næringargildi vinsælasta litsins.
Paprikan er einkar rík af B- og C-vítamíni, rauð aldin innihalda þrisvar sinnum meira C-vítamín heldur en appelsínur og græn aldin tvöfalt meira. Í þeim er einnig mikið af A- vítamíni, steinefnum og trefjum. Paprika er hitaeiningasnauð. Vegna þess að græn paprika er tínd óþroskuð þá inniheldur hún minna af vítamíni en lituð paprika.