Sellerí
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des

Stilksellerí eða blaðsilla líkist steinselju enda sömu ættar. Sá þarf fræinu í mars í gróðurhúsi og er plantað út í byrjun júní.
Til að ná góðri uppskeru er best að planta henni í upphitað land og undir dúk sem er síðan tekin af þegar plönturnar eru komnar í góðan vöxt.
Geymsla
Besti geymsluhitinn er 0 – 2°C. Sellerí er mjög geymsluþolið og sé það geymt í réttu hitastigi getur það geymst í rúmlega 2 vikur við kjöraðstæður. Sellerí hættir mjög til að tapa vatni og þar með þyngd og þarf því að vera í miklum raka. Passið því að geyma það í plasti eða þeim umbúðum sem það er selt í.
Notkun
Sellerí hentar í allar gerðir af hrásalati, meðal annars er það mikilvægt hráefni í Waldorf-salat. Auk þess má sjóða eða smörsteikja en þannig bragðast það afar vel með lambakjöti eða fiski. Sellerí hefur þó nokkuð verið notað í ídýfur nú í seinni tíð.
Hvaða hluta má borða
Borða má alla hluta.



Innihald í 100 g | Vatn 95 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 59 kj |
14 kcal | |
Fita | 0,2 g |
Þar af mettuð | 0 g |
Kolvetni | 1,8 g |
Þar af sykurtegundir | 1,8 g |
Trefjar | 1,6 g |
Prótein | 0,5 g |
Salt | 0,06 g |
NV* | ||
---|---|---|
Kalíum | 320 mg | 16% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Bændur
Reykjabakki
Flúðir
Heiðmörk
Laugarás
Friðheimar
Reykholt
Reitur
Borgarfjörður
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.