Sætar paprikur
Sætar paprikur eru ílengri og sætari en venjulegar paprikur. Henta frábærlega í salatið, á grillið, út í súpuna, á ostabakkann eða bara sem bragðgóður aðalréttur. Hægt er að borða sætar paprikur beint úr pokanum og hægt að skera niður sem laugardagsnammi. Grillaðar sætar paprikur eru góðar með kjötinu eða til að bæta út í súpuna eða kássuna og gefa fallegan rauðan lit.
Ræktun á sætum paprikum svipar mjög til ræktunar á stórum paprikum en vega ekki nema um 100-130 gr. hver. Sætar paprikur eru algengastar rauðar en eru einnig til appelsínugular, gular og brúnar. Hver litur hefur sitt bragð, stærð og áferð. Auðvelt er að fræhreinsa sætar paprikur með því að skera þær upp langsum og fletta upp, þannig má fjarlægja toppinn og fræfylgjuna auðveldlega. Sætar paprikur eru alveg lausar við allt capsaicin sem eldpiprar innihalda og eru því ekki sterkar á bragðið.
Geymsla
Sætar paprikur geymast best við 7-10°C og má geyma í kæli líkt og snakk paprikur. Þannig geymast þær í allt að 5 vikur eða jafnvel lengur. Ef hitastigið er þó of lágt geta sætu paprikurnar orðið fyrir kæliskemmdum og verða linar á þeim stöðum. Þær eru þó sætari ef þær hafa náð stofuhita áður en þær eru borðaðar. Líkt og með aðrar paprikur og eldpipra er hægt að frysta þær ef nota á til matreiðslu síðar. Gott er að skera sætu paprikurnar niður í bita eða flök sem á að elda ef þær eru settar í frystinn.
Notkun
Nota má alla hluta aldinsins og fræin eru laus við allan hita, hægt að borða ferskar, nota í pastarétti eða sósur, þurrka fyrir krydd, súrsa, sulta eða baka. Gott er að fylla með ostum, bauna eða kjötfyllingu og setja inn í ofn í 10 mínútur við 180°C með blæstri eða 200°C undir yfirhita. Við bökun verða þær enn sætari.
| Innihald í 100 g | Vatn 91 g |
|---|
| Næringargildi í 100 g | |
|---|---|
| Orka | 138 kj |
| 32 kcal | |
| Fita | 0,2 g |
| Þar af mettuð | 0 g |
| Kolvetni | 5,4 g |
| Þar af sykurtegundir | 5,4 g |
| Trefjar | 2,3 g |
| Prótein | 1,2 g |
| Salt | 0, g |
| NV* | ||
|---|---|---|
| C vítamín | 200 mg | 250% |
| B6 vítamín | 0,45 mg | 32% |
| Kalíum | 290 mg | 15% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Bændur
Böðmóðsstaðir
Brún
Emmson Sveppir