Rósmarín

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Rósmarín hefur sætt og milt einiberjabragð og ilmar dásamlega. Það passar mjög vel með lambakjöti en einnig mörgu öðru s.s villibráð, grænmeti og kartöflum.

Geymsla

Ártangaplöntur eru í pottum svo þær séu sem ferskastar þegar þú ferð með þær heim. Á meðan þær eru í pottinum fer best um þær við stofuhita. Ef þú klippir þær niður um leið og þú kemur heim geymast þær í kæli, en ekki basilikan, hún þolir aldrei undir 10° þá verður hún fljótt svört og ljót.

Ártangakryddplöntur eru ungar og því geturðu nýtt alla plöntuna og þarft í fæstum tilvikum að taka stilkinn frá. Gott er að nota hana fljótt og vel. Við framhaldsræktun er nauðsynlegt að potta henni upp og gefa henni næringu og mikið ljós til að viðhalda bragðgæðum.

Ef svo óheppilega vill til að plantan þín þornar, ekki henda henni. Klipptu hana af rótinni og leggðu á pappír og þurrkaðu hana alveg. Hún  er bara orðin að þurrkaðri kryddjurt og bragðið er það sama. Sagt er að maður geti aldrei notað of mikið af kryddjurtum, bara of lítið. Ef þú setur bara smá er það bara liturinn sem breytist ekki bragðið.

Hvaða hluta er hægt að  borða?

Borða má alla hluta.
En ef hún er í potti þá ráðleggjum við ekki að borða ræturnar 😉

 

 

Innihald í 100 gVatn 74 g
Næringargildi í 100 g
Orka520 kj
124 kcal
Fita4,4 g
Þar af mettuð g
Kolvetni19,6 g
Þar af sykurtegundir g
Trefjar g
Prótein1,4 g
Salt0,04 g
NV*
C vítamín29mg36%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur