Regnbogagulrætur
Það er nokkur bragðmunur á þeim eftir litum. Guli liturinn þykir nokkuð sætur á bragðið en þær fjólubláu og rauðu bera örlítið minni sætu.
Geymsla
Notkun
Regnbogagulrætur má nota á mjög fjölbreytilegan hátt, bæði hráar eða soðnar og einnig má gera úr þeim gulrótarsafa. Þær eru góðar með flestum köldum og heitum réttum. Henta einkar vel með fiski og fiskréttum og má nota í kökur, súpur og pottrétti, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að leggja þær í kryddlög, brúna í sykri og ofnsteikja, t.d með lambasteik.
Ef fjólubláu gulræturnar eru soðnar með hrísgrjónum þá verða þau bleik eftir suðu. Mörgum litlum einstaklingum gæti nú fundist þetta spennandi 🙂
Einnig er tilvalið að rétta litlum fingrum gulrót að narta í og bjóða upp á mismunandi liti.
Má frysta gulrætur?
Já, ef þær hafa verið soðnar í 3-4 mínútur. Hins vegar er óþarft að mæla með því, íslenskar gulrætur eru fáanlegar allt árið á hagstæðu verði.
Innihald í 100 g | Vatn 89 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 141 kj |
33 kcal | |
Fita | 0,4 g |
Þar af mettuð | 0,08 g |
Kolvetni | 5,5 g |
Þar af sykurtegundir | 4,7 g |
Trefjar | 2,7 g |
Prótein | 0,7 g |
Salt | 0,03 g |
NV* | ||
---|---|---|
A vítamín | 588 µg | 70% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum