Rauðrófusúpa
Höfundur: Sigurveig Káradóttir

2-3 msk ólífuolía
- 200 g laukur
100 g sellerí
100 g gulrætur
50 ml hvítvínsedik
2 ltr vatn/grænmetiskraftur/kjúklingakraftur
1 kg rauðrófur
1 msk kummin (cumin)
1 msk fennelfræ
3-4 lárviðarlauf
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Sýrður rjómi ef vill
Laukur, gulrætur og sellerí skorið fremur smátt og sett í pott ásamt ólífuolíu og ögn af sjávarsalti.
Haft á meðalhita þar til grænmetið hefur linast ögn.
Þá er hvítvínsediki bætt í pottinn og það látið gufa aðeins upp áður en vatninu/grænmetiskraftinum er bætt saman við.
Rauðrófurnar skornar í bita og þeim bætt í pottinn.
Það á að vera nægilegt vatn/kraftur til að fljóti yfir grænmetið.
Lárviðarlaufum, fennelfræjum og kúminfræjum bætt saman við ásamt örlitlu sjávarsalti og hvítum pipar. Látið krauma þar til grænmetið er orðið vel soðið.
Þá eru lárviðarlaufin veidd úr og súpan maukuð.
Smökkuð til með salti og pipar ef þarf.
Borið fram með sýrðum rjóma ef vill.