Queen Anne kartöflur
Sjá nánar um Þórustaði hér
Geymsla
Kartöflur á að geyma við 4-6°C og mikinn raka en við slík skilyrði geymast þær í allt að 6 mánuði án þess að dragi úr gæðum. Lofta þarf vel um kartöflurnar þar sem þær eru geymdar, þó má kaldur dragsúgur ekki leika um þær. Kartöflur mega ekki vera í birtu, þá myndast í þeim sólanin og hníðin verða græn. Á heimilum er best að geyma kartöflur í ísskápnum en passa að það lofti vel um þær.
Notkun
Hér á landi er rík hefð fyrir notkun á kartöflum og flestir kunna að matbúa þær. Þó má alltaf auka fjölbreytnina. Á þessari vefsíðu er að finna margar einfaldar og skemmtilegar kartöfluuppskriftir.
Sjá nánar hér:
Má frysta kartöflur?
Hægt er að frysta forsoðnar kartöflur í sneiðum eða sem stöppu, en þar sem kartöflur eru fáanlegar allt árið á lágu verði og ferskar kartöflur eru mun bragðbetri en frystar, þá er lítil ástæða til að frysta þær.
Hvaða hluta er hægt að borða ?
Af nýjum kartöflum má borða allt.
Innihald í 100 g | Vatn 81,4 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 194 kj |
46 kcal | |
Fita | 0,1 g |
Þar af mettuð | 0 g |
Kolvetni | 8,5 g |
Þar af sykurtegundir | 2,8 g |
Trefjar | 2,08 g |
Prótein | 1,70 g |
Salt | 0,04 g |