Blaðkál

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Blaðkál, einnig nefnt salatkál eða kínverskt selleríkál hefur um aldir verið vinsæl matplanta í Kína og Suð-austur Asíu, en nýtur sívaxandi vinsælda á vestrænum slóðum.

Pak choi þýðir beinlínis hvítt grænmeti á kantónsku en algengara er að kálið sé kallað bok choi (amerísk enska) eða pak choi (bresk enska). Latneska heitið er Brassica rapa.

Blaðkál / Pak choi er skylt vestrænu káli og næpu en það myndar ekki höfuð heldur vaxa blöðin í knippum. Blöðin eru dökkgræn með ljósgrænum stilkum sem minna í útliti á sellerí.

 

 

Geymsla

Blaðkál geymist best í pokanum inn í ísskáp. Kjörhitastig er 0 – 4 °C
Eftir að pokinn hefur verið opnaður þarf að loka opinu vel svo rakinn haldist betur inni.

Notkun

Öll plantan er æt og er borðuð fersk, bökuð, steikt eða soðin. Kálið er stökkt og safaríkt þegar það er ferskt en mýkist hratt við steikingu eða suðu. 

 

 

 

Innihald í 100 gVatn 94 g
Næringargildi í 100 g
Orka90 kj
21 kcal
Fita0,4 g
Þar af mettuð0,1 g
Kolvetni2,1 g
Þar af sykurtegundir2,1 g
Trefjar2,2 g
Prótein1,3 g
Salt0,02 g
NV*
Kalíum406 mg20%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur