Nípur

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Nípur hafa verið ræktaðar í Evrópu frá fornu fari. Nípan tilheyrir sveipjurtaætt og er því skyld gulrótum, selleríi og ýmsum kryddjurtum eins og steinselju, dill og kóríander. 

Plantan myndar langa kremhvíta rót með mildum og sætsúrum bragðkeim. Nípur voru áður ein helsta uppspretta náttúrulegrar sætu í matargerð áður en sykur varð algengur.

Nípan er líka kölluð pastinakka eða pastínakka – það er það sem hún er kölluð á Norðurlöndunum og hefur stundum verið notað í íslensku.

Nípan þrífst best í köldu og röku loftslagi og telst harðgerð rótarjurt. Í mörgum löndum er hún uppskorin síðla hausts og jafnvel eftir fyrsta frost, þar sem frostið getur aukið sætuna í rótinni.

Það eru bændurnir Linda Guðmundsdóttir og Jón Ingi Ólafsson í Þurranesi í Dalabyggð sem rækta þessar ljúffengu nípur undir vörumerkinu Dalarætur.

 

Geymsla

Nípur geymast vel í kæli í 0–4 °C
Best er að geyma þær í lokuðum umbúðum eða plastpoka þar sem smá raki helst inni.
Nípur geta geymst í allt að 2–4 vikur í kæli.

Notkun

Nípur má nota með margvíslegum hætti:

Ofnsteiktar með olíu, salti og kryddi.
Í súpur og pottrétti, þar sem þær gefa sætt og gott bragð.
Maukaðar eða stappaðar sem meðlæti.
Rifnar hráar í salöt.
Í bökur og gratín ásamt öðru rótargrænmeti.
Djúpsteiktar þunnt skornar í sneiðar eða strimla.

Nípur mýkjast hratt við eldun og fá sætara bragð.

Má frysta nípur?

Já.
Best er að skera þær niður, snöggsjóða í 2–3 mínútur og kæla áður en þeim er pakkað í frysti.

 
 

Hvaða hluta er hægt að borða?

Öll rótin er æt 😉

Innihald í 100 g Vatn 79,5 g
Næringargildi í 100 g
Orka 314 kj
75 kcal
Fita 0,30 g
Þar af mettuð 0,05 g
Kolvetni 18 g
Þar af sykurtegundir 4,8 g
Trefjar 4,9 g
Prótein 1,2 g
Salt 0,025 g
NV*
Kalíum375 mg19%
Mangan0,56 mg28%
C vítamín17 mg21%
Fólat67 µg34%
K vítamín22,5 µg30%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Nípur eru góð uppspretta trefja og innihalda C-vítamín, K-vítamín og fólat (B9).
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur