Jarðarber

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Jarðaberjaplönturnar eru jurtkenndar fjölærar plöntur.   Plöntunum er fjölgað með græðlingum og þær oftast ræktaðar í eitt ár áður en þær fara að gefa ber.  Blómgreinar eru lagðar á strengi svo þær brotni ekki af plöntunni, berin geta verið mörg og þung á hverri blómgrein.

Notaðar eru býflugur til að frjóvga blómin og ýmis nytjadýr til að halda niðri meindýrum.

Berin eru brotin af greinunum. Fræin liggja í ysta lagi bersins.  Berin eru tínd daglega á uppskerutíma.  Berjatínsla byrjar í maí, tínt er fram í september og jafnvel fram í október.

Geymsla

Jarðarber geymast í 5 – 7 daga.  Kjörhiti er 4 – 8°C. 
Berin geymast vel í frysti.

Notkun

Jarðarber eru góð fersk í salatið, með kökunni, ísnum og rjómanum og ekki síst í bústið ýmist fersk eða frosin.  Eða bara ein og sér.  Svo má ekki gleyma að jarðarber eru afargóð í sultu.

Best er að borða þau ekki beint úr kæli, þau eru bragðsterkari ef þau eru ekki of köld.

Má frysta jarðarber?

Já. Berin eru ýmist fryst þurr eða í sykurlegi; þíðið þau hægt eftir frystingu.
Ath! Mjög gott er að setja fryst hindber í hina ýmsu boost-drykki og grænmetisþeytinga.
 

Hvaða hluta er hægt að borða?

Alla hluta.

Innihald í 100 gVatn 92 g
Næringargildi í 100 g
Orka30 kj
0,6 kcal
Fita0,6 g
Þar af mettuð0,6 g
Kolvetni4,8 g
Þar af sykurtegundir4,5 g
Trefjar1,6 g
Prótein0,6 g
Salt0,0 g
NV*
C vítamín68 mg85%
Fólínsýra117 mg59%
Kalk20 mg25%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Í jarðarberjum er mikið af mikilvægum steinefnum, einkum járni og kalki. Þau eru hitaeiningasnauð en innihalda einnig nokkuð af A-, B- og C-vítamíni. Ofnæmi gegn jarðarberjum er þekkt hjá fólki, en komast má hjá áhrifum með því að merja berin í gegnum sigti og bæta kalki saman við maukið.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur