Hindber

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

 Hindberjaplöntuna þarf að rækta í eitt ár áður en hún fer að mynda blóm og ber.  Runninn er hávaxinn 2 – 3 m á hæð.  Binda þarf plöntuna upp og leggja blómgreinar á strengi.  Mikil vinna er við klippingu runnans allt sumarið. 

Notaðar eru býflugur til að frjóvga blómin og ýmis nytjadýr til að halda niðri meindýrum.

Tínsla berjanna er tímafrek hvert ber viktar 5 – 10 gr.  Í tínslu eru berin dregin af kjarnanum þess vegna eru þau hol að innan.  Fræin liggja í miðju bersins.  Berin eru  viðkvæm og tínd beint í neytendapakkningar.  Berjatínsla byrjar í maí, tínt er daglega fram í september og jafnvel fram í október.

 

 

Geymsla

Hindber geymast í allt að 8 daga í kælir en eru þó farin að „leka“ eftir  5 – 6 daga.  Kjörhiti er 4 – 8 °C.  Auðvelt er að lausfrysta hindberin, þau geymast vel í frystir.

Notkun

Hindberin eru best fersk í salatið.  Útí vanilluskyrið.  Með kökunni, ísnum og rjómanum.  Berin eru góð í eftirréttasósur.  Í bökur og kökur.  Og ekki síst í bústið ýmist fersk eða frosin.  Eða bara ein og sér.  Nú ekki má gleyma að hindberin eru afargóð í sultu og saft.

Best er að borða þau ekki beint úr kæli, þau eru bragðsterkari ef þau eru ekki of köld.

Hindber eru eins holl eins og þau eru falleg.

Berin eru full af vítamínum og andoxunarefnum.

Má frysta tómata?

Já. Berin eru ýmist fryst þurr eða í sykurlegi; þíðið þau hægt eftir frystingu.
Ath! Mjög gott er að setja fryst hindber í hina ýmsu boost-drykki og grænmetisþeytinga.

Hvaða hluta er hægt að borða?

Alla hluta.

Hindber innihald vítamín og andoxunarefni.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur